Makrílæði skollið á

Sannkallað makrílæði virðist vera skollið á í Keflavíkurhöfn. Hafnarsvæðið var þéttskipað veiðimönnum í gærkvöldi og um tíma var umferðarteppa á höfninni. Fólk var með veiðistangir á öllum bryggjum og færri komust að en vildu.
Greint var frá veiðiskapnum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og í kjölfarið streymdi fólk niður á höfn. Fréttamenn Ríkissjónvarpsins heimsóttu höfnina í gærkvöldi og festu veiðiskapinn á mynd.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Keflavíkurhöfn í gærkvöldi.

VF-myndir: Hilmar Bragi






 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				