Magnús til viðræðu um starf bæjarstjóra
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hefur lýst því yfir að hann sé til viðræðna um að starfa sem bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Sigrún Árnadóttir, bæjarstóri í Sandgerði, hefur hins vegar sagt að hún sækist ekki eftir starfi bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi.
Í samtali við Víkurfréttir segir Magnús að hann hafi ekkert frétt af því hvernig staðið verði að ráðningu bæjarstjóra, þannig að framtíðin sé óljós í þeim efnum.