Magnús Þór Hafsteinsson: Hrein fásinna að klára ekki verkið
Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins skrifar í grein sem birtist á vf.is í morgun að hann vilji sjá samgönguráðherra drífa útboð um tvöföldun Reykjanesbrautar af og að hann sanni það í verki að peningar séu fyrir hendi til verksins. Magnús Þór var á borgarafundinum í Stapa í gær.
Í grein sinni segir Magnús Þór m.a. „Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir Suðurnes að þessi framkvæmd sé kláruð. Fullnægjandi og öruggt vegasamband þessa svæðis við höfuðborgarsvæðið skiptir mjög miklu máli fyrir samkeppnishæfni þess inn í framtíðina, og þegar framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar eru komnar jafn langt og raun ber vitni er það hrein fásinna að klára ekki verkið.“
Hér má sjá grein Magnúsar Þórs.
Myndin: Frummælendur á borgarafundinum í Stapa í gærkvöldi.