Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Magnús Stefánsson verður bæjarstjóri í Garði
Magnús Stefánsson verður á morgun ráðinn nýr bæjarstjóri í Garði.
Miðvikudagur 11. júlí 2012 kl. 18:32

Magnús Stefánsson verður bæjarstjóri í Garði

Magnús Stefánsson, fyrrverandi sveitarstjóri, alþingismaður og ráðherra, verður næsti bæjarstjóri í Garði. Gengið verður frá ráðningu Magnúsar á sérstökum aukabæjarstjórnarfundi á morgun, fimmtudag.
Alls bárust 30 umsóknir um starf bæjarstjóra sem var auglýst eftir að nýr meirihluti í Garði sagði upp ráðningarsamningi við Ásmund Friðriksson.

Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Garði, sagði Magnús vera mikinn feng fyrir Garðbúa sem miklar vonir væru bundnar við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024