Magnús hættir sem formaður KSK eftir 26 ára farsælt starf
Skúli Þ. Skúlason tók nýverið við formennsku í stjórn Kaupfélags Suðurnesja, KSK, af Magnúsi Haraldssyni. Magnús hafði verið í forystu félagsins í um 30 ár og farsæll formaður sl. 26 ár.
Í tilefni þessara tímamóta færði Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri félagsins, Magnúsi og Sigurbjörgu konu hans þakklætisvott fyrir áralangt farsælt starf í þágu samvinnumanna á Suðurnesjum.
Á efri myndinni eru þeir Skúli Skúlason, nýr stjórnarformaður KSK, og Magnús Haraldsson, fráfarandi formaður. Neðri myndin er af Magnúsi, Sigurbjörgu og Ómari.