Magnús fyrstur til að stofna reikning í morgun
Magnús Bjarnason varð fyrstur til að stofna viðskiptareikning í BYR þegar þegar hann opnaði í Reykjanesbæ í morgun. Hann fékk afhentan myndarlegan blómvönd frá Ásdísi Ýr Jakobsdóttur útibússtjóra við það tækifæri.
Í útibúinu koma til með að starfa fjórir af fyrrum starfsmönnum SpKef sparisjóðs, undir stjórn Ásdísar Ýrar Jakobsdóttur en þessir starfsmenn eru með samanlagt yfir 100 ára starfsreynslu. Byr hefur unnið náið með SpKef sparisjóði, áður Sparisjóði Keflavíkur í mörg ár og veitir sambærilega þjónustu og sparisjóðurinn gerði.
Í dag verður Suðurnesjamönnum boðið upp á kaffi og tertu í bankanum í tilefni dagsins.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við opnun Byrs nú í morgun.