Magnús Árni Magnússon ráðinn til Keilis
 Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðin framkvæmdastjóri klasa skapandi greina hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.
Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðin framkvæmdastjóri klasa skapandi greina hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. 
Í tilkynningu frá Keili segir: „Magnús Árni  hefur undanfarin ár verið partner hjá Capacent ráðgjöf en áður var hann  aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001-2006. Magnús var jafnframt deildarforseti Viðskiptadeildar háskólans frá árinu 2003 til ársins 2005 þegar hann tók við sem deildarforseti  nýstofnaðrar Félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Magnús var virkur þátttakandi í þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað á Bifröst á þessum árum. Hann leiddi stofnun nýrra deilda ásamt uppsetningu og skipulagi fjölda námsleiða bæði í meistara- og grunnnámi, í fjarnámi,  staðnámi og á símenntunarstigi. Magnús var þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðuflokkinn 1998-1999 og hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum félaga og samtaka. Magnús hefur m.a. setið í stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar, Varðbergs og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, á námsárum sínum var hann fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Magnús Árni er M.Phil í Evrópufræðum frá University of Cambridge (2001), MA í hagfræði frá University of San Francisco (1998), BA í heimspeki frá HÍ(1997). Hann stundaði einnig nám við Leiklistarskóla Íslands 1989-1991.
Undir klasa skapandi greina hjá  Keili fellur frumkvöðlanám ásamt námi og rannsóknum á sviði lista- og hönnunar.
Magnús Árni er kvæntur Sigríði Björku Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn.“





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				