Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Magnús Árni Magnússon ráðinn til Keilis
Föstudagur 11. apríl 2008 kl. 17:20

Magnús Árni Magnússon ráðinn til Keilis

Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðin framkvæmdastjóri klasa skapandi greina hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Í tilkynningu frá Keili segir: „Magnús Árni  hefur undanfarin ár verið partner hjá Capacent ráðgjöf en áður var hann  aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001-2006. Magnús var jafnframt deildarforseti Viðskiptadeildar háskólans frá árinu 2003 til ársins 2005 þegar hann tók við sem deildarforseti  nýstofnaðrar Félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Magnús var virkur þátttakandi í þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað á Bifröst á þessum árum. Hann leiddi stofnun nýrra deilda ásamt uppsetningu og skipulagi fjölda námsleiða bæði í meistara- og grunnnámi, í fjarnámi,  staðnámi og á símenntunarstigi. Magnús var þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðuflokkinn 1998-1999 og hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum félaga og samtaka. Magnús hefur m.a. setið í stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar, Varðbergs og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, á námsárum sínum var hann fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Árni er M.Phil í Evrópufræðum frá University of Cambridge (2001), MA í hagfræði frá University of San Francisco (1998), BA í heimspeki frá HÍ(1997). Hann stundaði einnig nám við Leiklistarskóla Íslands 1989-1991.

Undir klasa skapandi greina hjá  Keili fellur frumkvöðlanám ásamt námi og rannsóknum á sviði lista- og hönnunar.

 

Magnús Árni er kvæntur Sigríði Björku Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn.“