Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Magnea Guðmundsdóttir sækist eftir 3. sæti
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 19:07

Magnea Guðmundsdóttir sækist eftir 3. sæti

- í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2014.

Magnea hefur  verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010 og var áður varabæjarfulltrúi.  Hún er formaður umhverfis- og skipulagsráðs og á sæti í bæjarráði.

 „Ég er bjartsýn á framtíð  Reykjanesbæjar og  vil leggja  mitt af mörkum til að gera bæinn okkar enn öflugri. Umhverfis- og ferðamál eiga mikla samleið þar sem jákvæðar breytingar í umhverfi  okkar skipta máli bæði fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja okkur heim,“ segir Magnea í tilkynningu til Víkurfrétta.

Magnea hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá árinu 1998 og tekið þátt í uppbyggingu fyrirtækisins sem  í dag er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu. Hún lauk MA prófi í Almannatengslum frá University of Alabama árið 1995 og BA prófi í sama fagi árið 1994. Magnea lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024