Magnea Guðmundsdóttir borin til grafar

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og kynningarstjóri Bláa Lónsins var borin til grafar í gær. Magnea lést 13. október, 48 ára ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

Sr. Fritz Már Jörgenson Berndsen, prestur í Keflavíkurkirkju jarðsöng, Valdimar Guðmundsson söng einsöng og þá tók Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar þátt í útförinni.

Systur í Oddfellowstúkunni Steinunni stóðu heiðursvörð í jarðarförinni og báru kistu Magneu út úr kirkjunni. Mikið fjölmenni var við útförina.