Magnaður hraunfoss í Nátthaga
Daníel Páll Jónasson var staddur í Nátthaga í morgun (26.08.2021) og myndaði hraunstrauminn er hann rann í boðaföllum niður hlíðarnar. Stórkostlegt myndskeið sem má sjá hér neðst í fréttinni. Það hefur verið erfitt að sjá til eldgossins undanfarna daga vegna þoku en í nótt sást mikill bjarmi á vefmyndavélum RUV og í morgun birti heldur til og þá sást til gígs og hraunánna. Heilmikið að gerast og verður spennandi að fylgjast með áframhaldinu, segir á fésbókarsíðu Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands.