Magnaðar videomyndir af slysinu við Sandgerði
Auðunn, lóðsbátur Reykjaneshafnar, sökk eftir að honum hvolfdi við björgunarstörf í Sandgerði rétt fyrir klukkan 5 í dag. Hann var að aðstoða við að losa Sóleyju Sigurjóns GK 200 af strandstað. Tveir voru um borð í lóðsinum og voru þeir hætt komnir. Öðrum mannanna var strax bjargað en skipstjórinn var fastur í stýrishúsinu í 1-2 mínútur áður en hann komst upp á yfirborðið.
Meðfylgjandi er myndband af vefnum 245.is í Sandgerði sem sýnir atvikið mjög vel en myndatökumaður 245.is var mjög vel staðsettur með myndavél sína.
Fleiri myndskeið í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is
http://www.myndbandaveita.is/245/spila.asp?id=60