Magnaðar drónamyndir af norðurljósum á Reykjanesi
Magnaðar lifandi myndir af norðurljósum sem teknar voru við Reykjanes í vikunni hafa vakið mikla athygli á netinu. Það er Óli Haukur Mýrdal hjá ozzo.is sem tók myndirnar. Óli Haukur hefur getið sér gott orð fyrir ljósmyndir sínar og myndskeið.
Mjög sterk norðurljós voru aðfararnótt miðvikudags en þau orsakast af sérstakri virkni frá sólinni. Óli Haukur myndaði norðurljósin með Sony myndavél sem fest var neðan í dróna.
Sjón er sögu ríkari en myndskeiðið má sjá hér að neðan. Myndin af ofan er úr myndskeiðinu og ef hún er skoðuð vel má sjá skugga af drónanum á klettaveggnum.