Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Magma veitir 6,3 milljónum til samfélagsverkefna í Garði
Mánudagur 12. september 2011 kl. 07:49

Magma veitir 6,3 milljónum til samfélagsverkefna í Garði

Magma Energy Iceland ehf. styrkti fyrir helgi samfélagsverkefni í Garðinum um samtals 6,3 milljónir króna. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri félagsins, veitti styrkina sem fara til fjölbreyttra verkefna í Garði. Styrkirnir eru í flestum tilfellum til tveggja ára, og eru greiddir út núna og svo aftur næsta sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem hlutu styrki í Garði eru: Lista og menningarfélagið í Garði, Félagsstarf eldri borgarar, Unglingastarf safnaðarnefndar Útskálakirkju, Björgunarsveitin Ægir, Skammtímavistunin Heiðarholti, Söngsveitin Víkingar, Reynir Katrínarson listamaður, Guðmundur Magnússon listamaður, Hólmsteinn og verndun gamalla báta, Íþróttafélagið Nes, Ferskir Vindar í Garði, Sundæfingar barna- og unglinga og að lokum Knattspyrnufélagið Víðir.

Myndin var tekin við afhendingu styrkjanna í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson