Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Magma gat ekki beðið lengur
Þriðjudagur 17. ágúst 2010 kl. 21:50

Magma gat ekki beðið lengur


Magma Energy hefur fullnustað samning um kaup á hlut Geysis Green Energy í HS Orku og á nú að fullu ríflega 82% hlut í orkufyrirtækinu. Gengið var í dag formlega frá kaupum Magma Energy á ríflega 38 prósenta hlut Geysis Green Energy í HS Orku hf .

Fréttastofa RÚV greinir frá þessu í kvöld og hefur eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra Magma á Íslandi,  að ekki hafi verið hægt að bíða lengur eftir nefnd stjórnvalda um kaupin, án þess að baka fyrirtækinu skaðabótaábyrgð gagnvart seljanda.

Sjá frétt RÚV hér

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25