Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mætti súlu í innkeyrslunni
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 09:28

Mætti súlu í innkeyrslunni

Súla kíkti í heimsókn hjá heimilisfólki við Túngötu í Sandgerði í gærdag. Húsbóndanum brá heldur í brún þegar hann mætti súlunni í innkeyrslunni á leið sinni í bílskúrinn í hádeginu í gær. Hann var hins vegar fljótur að redda málunum og vafði súluna í teppi og sleppti í sjó.

Áður er súlunni var sleppt í sjó höfðu fengist upplýsingar frá Fræðasetrinu í Sandgerði um að súlan myndi braggast vel en hún var örlítið hölt.


Mynd: Elísabet Marý Þrastardóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024