Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mætti með hafnaboltakylfu á lögreglustöðina
Miðvikudagur 16. september 2009 kl. 08:18

Mætti með hafnaboltakylfu á lögreglustöðina


Tilkynnt um ölvaðan mann á Hafnargötu í gærkvöld  þar sem hann var a sparka í bíla. Lögregla leitaði manninn uppi og hafði afskipti af honum á dvalarstað hans. Eftir upplýsingatöku yfirgaf lögregla manninn en hann virtist mjög ósáttur við þessi afskipti.


Skömmu síðar mætti maðurin á lögreglustöðina í Keflavík vopnaður hafnarboltakylfu. Hann hringdi dyrasíma lögreglustöðvarinnar og hugðist lögreglumaður fara til dyra. Í sömu andrá bar að lögreglubifreið með tveimur lögreglumönnum og sáu þeir manninn með hafnarboltakylfuna. Lögreglumaður nálgaðist manninn með langa lögreglukylfu á lofti. Hann sá þann kost vænstan að henda frá sér hafnarboltakylfunni og gefast upp. Var hann handtekinn og vistaður í fangahúsi. Verður maðurinn yfirheyrður þegar áfengisvíman rennur af honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024