Mætti á bensínstöð á Blönduósi og hellti Vallar-bensíni á jeppann
Bensínbrúsamálið af Keflavíkurflugvelli heldur áfram að vekja athygli. Tryggur lesandi sendi blaðinu þessar tvær myndir sem voru teknar á Blönduósi. Þar hefur Varnarliðsmaður flúið undan rigningunni undir skyggni bensínstöðvar ESSO á staðnum.
Varnarliðsmaðurinn lagði jeppa sínum við eina af þjónustudælunum á stöðinni. Bensínafgreiðslumaðurinn kom út og gerði sig líklegan til að dæla eldsneyti á bílinn. Það var hins vegar ekki það sem Varnarliðsmaðurinn vildi, því hann tók einn af þremur bensínbrúsunum af toppi jeppabifreiðar sinnar og byrjaði að hella á tankinn. Á meðan horfði bensínafgreiðslumaðurinn á orðlaus og vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Þessari frásögn væri erfitt að trúa ef ekki væru til þessar myndir málinu til staðfestingar. Það er ljóst að þessir menn kunna ekki að skammast sín, voru orð sem fengu að ljóta með þessari sendingu.
Myndir: Varnarliðsmaður mætti á bensínstöð ESSO á Blönduósi og lagði við þjónustudælur til þess eins að hella bensíni af brúsum ofan af Keflavíkurflugvelli á tank jeppans. Bensínafgreiðslumaðurinn horfir orðlaus á.
Varnarliðsmaðurinn lagði jeppa sínum við eina af þjónustudælunum á stöðinni. Bensínafgreiðslumaðurinn kom út og gerði sig líklegan til að dæla eldsneyti á bílinn. Það var hins vegar ekki það sem Varnarliðsmaðurinn vildi, því hann tók einn af þremur bensínbrúsunum af toppi jeppabifreiðar sinnar og byrjaði að hella á tankinn. Á meðan horfði bensínafgreiðslumaðurinn á orðlaus og vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Þessari frásögn væri erfitt að trúa ef ekki væru til þessar myndir málinu til staðfestingar. Það er ljóst að þessir menn kunna ekki að skammast sín, voru orð sem fengu að ljóta með þessari sendingu.
Myndir: Varnarliðsmaður mætti á bensínstöð ESSO á Blönduósi og lagði við þjónustudælur til þess eins að hella bensíni af brúsum ofan af Keflavíkurflugvelli á tank jeppans. Bensínafgreiðslumaðurinn horfir orðlaus á.