Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mældur á 228 km. hraða á Reykjanesbraut – hópur bifhjóla neitaði að stöðva
Föstudagur 22. júlí 2005 kl. 09:53

Mældur á 228 km. hraða á Reykjanesbraut – hópur bifhjóla neitaði að stöðva

Í gærkvöldi kl. 23:02 mældu lögreglumenn úr Keflavík ökumann bifhjóls á 228 km hraða á Reykjanesbraut rétt austan við Vogaveg. Ökumaður bifhjólsins sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og náðist ekki til hans. Bifhjólamaðurinn var í hópi bifhjóla sem ekið var veginn til vesturs og sinnti enginn þeirra merkjum lögreglu um að nema staðar.
Töldu lögreglumenn að bifhjólamennirnir hefðu aukið ökuhraða sinn eftir að þeir mættu lögreglubifreiðinni. Lögreglan lítur mál þetta mjög alvarlegum augum og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem lögreglan í Keflavík mælir bifhjólamenn á ofsahraða á Reykjanesbrautinni. Í fyrra skiptið sinnti ökumaðurinn heldur ekki boðum lögreglu um að stöðva og náðist ekki til hans.
Einn ökumaður var í nótt kærður fyrir að aka sviptur ökuleyfi í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024