Mældur á 182 km hraða á Reykjanesbrautinni
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði þrjá ökumenn í nótt á Reykjanesbrautinni fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 182 km hraða þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaðurinn var færður til lögreglustöðvar þar sem hann var sviptur á staðnum. Umræddur ökumaður fékk ökuréttindin í febrúar og því ekki með fullnaðarskírteini.
Þá var einn mældur á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 og sá þriðji mældist á 126 km hraða þar sem hámarkshraði er 90.
Það virðist vera að færast í vöxt að ökumenn aki Reykjanesbrautina á glæfralegum hraða, því á þessu ári hafa fréttir um glæfraakstur á Reykjanesbrautinni orðið æ algengari.
Þá var einn mældur á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 og sá þriðji mældist á 126 km hraða þar sem hámarkshraði er 90.
Það virðist vera að færast í vöxt að ökumenn aki Reykjanesbrautina á glæfralegum hraða, því á þessu ári hafa fréttir um glæfraakstur á Reykjanesbrautinni orðið æ algengari.