Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mældist á 142 kílómetra hraða
Föstudagur 25. apríl 2014 kl. 09:37

Mældist á 142 kílómetra hraða

– einn í símanum og annar með bilaðan hraðamæli

Átján ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 142 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.
 
Annar ökumaður  sem mældist á 122 kílómetra hraða, einnig á Reykjanesbraut, var auk hraðakstursins að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Í bíl hins þriðja reyndist hraðamælirinn vera bilaður.
 
Þrír ökumannanna átján voru erlendir ferðamenn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024