Mæla með Sigurði Grétari Sigurðssyni í Útskálaprestakall
Valnefnd í Útskálaprestakalli ákvað á fundi sínum í gær leggja til að séra Sigurður Grétar Sigurðsson verði skipaður sóknarprestur í Útskálaprestakalli. Tveir karlar og átta konur sóttust eftir embættinu.
Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar og veitist það frá 1. september. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Útskálaprestakalls ásamt prófasti Kjalarnessprófastsdæmis.