Mæla brennisteinsefni í Grindavík
– mæla styrk brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2)
HS Orka hefur sl tvö ár staðið fyrir mælingum á styrk brennisteinsvetnis (H2S) í andrúmslofti í Grindavík í samræmi við reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.
Í kjölfar eldgoss í Holuhrauni hóf HS Orka að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í andrúmslofti í Grindavík að ósk Umhverfisstofnunar.
Óyfirfarnar símælingar fyrir styrk H2S og SO2 í andrúmslofti frá mælistöðinni í Grindavík munu héðan í frá birtast á vefsíðu Umhverfisstofnunar.