Mæla aftur hvort gasmengun finnist
Vinnueftirlitið mun mæla að nýju í dag hvort sambærileg hætta sé í öðrum jaðvarmaveitum eftir banaslys á Reykjanesi. Vinnueftirlitið gerði mælingar síðast á föstudagskvöldið og þá var næstum öll mengun farin. Morgunblaðið greinir frá þessu.
„Við munum mæla það aftur í þeim fyrirtækjum sem eru útsett fyrir þetta og tryggja að ástandið sé í raun og veru óbreytt,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, í Morgunblaðinu í dag.