Maðurinn sem varð fyrir lest í Noregi er frá Grindavík
Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. Kjartan er ættaður úr Grindavík og býr fjölskylda hans þar. Í gærkvöldi var minningarstund um Kjartan í Grindavíkurkirkju.
Kjartan var að koma úr veislu og var á leiðinni heim. Af óljósum ástæðum var hann staddur á lestarteinunum þegar lestin var á leið á endastöð. Engir farþegar voru um borð þegar slysið varð. Lögregla hefur ekki lokið rannsókn á slysinu.
Slysið varð á Brakerøya lestarstöðinni klukkan 00:30 að norskum tíma. Kjartan varð fyrir flugvallarlestinni, sem fór fram hjá stöðinni á miklum hraða en verið var að flytja hana frá Drammen til Ósló.