Maðurinn fundinn í Sandgerði
Lögregla og björgunarsveitarmenn hafa fundið Frank Dalgarno Mcgregor sem lýst hafði verið eftir. Fjölmenn leit að manninum hófst á Suðurnesjum í nótt og lauk henni nú um kl. 11:30. Þá voru um 80 björgunarsveitarmenn að störfum í Sandgerði.
Nánari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Meðfylgjandi mynd var tekin við leitina í morgun.