RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Maður sem dæmdur var fyrir að smygla fólki farinn úr landi
Miðvikudagur 25. júní 2003 kl. 20:42

Maður sem dæmdur var fyrir að smygla fólki farinn úr landi

Bandaríkjamaður sem nýlega var dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað sex Kínverjum hingað til lands fór úr landi í dag og fylgdu lögreglumenn manninum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn var látinn laus í vikunni eftir að hafa afplánað helming dómsins í gæsluvarðhaldi, en hann var hnepptur í gæsluvarðhald þann 28. mars sl. Maðurinn hefur því setið í gæsluvarðhaldi í tæpa þrjá mánuði og þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi talið brot mannsins mjög alvarlegt er maðurinn nú frjáls ferða sinna.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Maðurinn kom í fylgd lögreglu í Leifsstöð í dag.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025