Maður mjaðmagrindabrotnaði í Garði
Í morgun slasaðist maður þegar pressa féll á mann í húsi í Garði. Verið var að flytja pressuna sem er um 200 til 300 kíló að þyngd. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og eftir skoðun þar var hann fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík. Er maðurinn talinn vera mjaðmagrindarbrotinn.