Maður handtekinn vegna óspekta í nótt
Í gærkvöld handtók lögreglan í Keflavík mann vegna ölvunar og óspekta við skemmtistað í Reykjanesbæ. Hann var í framhaldinu vistaður í fangaklefa.
Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í bifreið við Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Þaðan hafði verið stolið framhlið af geislaspilara.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í bifreið við Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Þaðan hafði verið stolið framhlið af geislaspilara.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.