Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Maður handtekinn grunaður um innbrot, íkveikju og bílþjófnað
Fimmtudagur 1. febrúar 2007 kl. 20:13

Maður handtekinn grunaður um innbrot, íkveikju og bílþjófnað

Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið mann grunaðan um að hafa brotist inn í íbúðarhús við Kirkjuteig í Keflavík og kveikt í húsinu. Frá brennandi húsinu hljóp maðurinn að bifreiðaverkstæði í Grófinni í Keflavík og stal þaðan Renault Clio-bifreið. Ók hann á ofsahraða frá Grófinni og í Sveitarfélagið Garð. Þar fundu lögreglumenn bílinn og þjófinn þar skammt frá lyktandi bæði af áfengi og brunalykt.

Fljótlega eftir að slökkvilið var komið á brunastað við Kirkjuteig vaknaði grunur um að ekki væri allt eins og það átti að vera. Búið var að róta í munum í húsinu. Á vettvangi fann lögreglan einnig bakpoka með upplýsingum sem vísuðu á eiganda hans.

Maðurinn er nú vistaður í fangageymslu lögreglunnar við Hringbraut í Keflavík og bíður þess að vera yfirheyrður. Hann hefur neitað aðild að málinu en lögregla telur sig hafa nauðsynleg gögn í málinu.


Mynd: Frá brunavettvangi í dag.

 

Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024