Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 14. október 2003 kl. 21:38

Maður fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu

Komið var að meðvitundarlausum gesti Bláa lónsins rétt fyrir kl. fimm síðdegis í dag. Að sögn starfsmanns Bláa lónsins hafði maðurinn verið í lóninu í nokkrar mínútur þegar öryggisvörður kom að honum meðvitundarlausum. Voru strax hafnar endurlífgunartilraunir á manninum, Svía á áttræðisaldri, og hann fluttur á bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss. Að sögn vakthafandi læknis þar er maðurinn á gjörgæsludeild sjúkrahússins og er líðan hans stöðug eftir atvikum, en frá þessu er greint á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024