Maður fannst látinn

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar lát manns sem fannst utan við hús í Keflavík snemma í morgun. Talið er  að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Rannsókn er á frumstigi og ekki frekari upplýsingar að hafa að svo stöddu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi nú í morgun.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				