Maður dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir að nefbrjóta konu
Maður um fertugt var í gær dæmdur í 20 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að slá konu í andlitið á veitingastaðnum Ránni í Keflavík þannig að hún nefbrotnaðir.
Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás en brotið átti sér stað í október á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi slegið til konunnar vegna móðgandi ummæla hans í hennar garð og að hann hafi átt upptökin að átökum milli hans og konunnar. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 180 þúsund krónur.
Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás en brotið átti sér stað í október á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi slegið til konunnar vegna móðgandi ummæla hans í hennar garð og að hann hafi átt upptökin að átökum milli hans og konunnar. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 180 þúsund krónur.