Maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun
Rúmlega fimmtugur karlmaður af Suðurnesjum var dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir kynferðislega misnotkun gagnvart tveimur ungum stúlkum.
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa misnotað stúlkur á árunum 1999 til 2003. Önnur stúlkan var á aldrinum 8 til 10 ára þegar brotin voru framin og hin var á aldrinum 13 og 14 ára. Brotin áttu sér stað við Garðskagavita og við Rockville á Miðnesheiði.
Í dómnum kemur fram að stúlkurnar báðar eigi við mikla sálfræðilega erfiðleika að stríða eftir brot mannsins. Í dómnum segir að eldri stúlkan sem maðurinn misnotaði hafi hugleitt að taka eigið líf svo hún þyrfti engum að segja frá brotum mannsins og svo að henni þyrfti ekki að líða illa.
Maðurinn var dæmdur til að greiða yngri stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur og eldri stúlkunni 500 þúsund krónur. Hann var einnig dæmdur til að greiða helming alls sakarkostnaðar..
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa misnotað stúlkur á árunum 1999 til 2003. Önnur stúlkan var á aldrinum 8 til 10 ára þegar brotin voru framin og hin var á aldrinum 13 og 14 ára. Brotin áttu sér stað við Garðskagavita og við Rockville á Miðnesheiði.
Í dómnum kemur fram að stúlkurnar báðar eigi við mikla sálfræðilega erfiðleika að stríða eftir brot mannsins. Í dómnum segir að eldri stúlkan sem maðurinn misnotaði hafi hugleitt að taka eigið líf svo hún þyrfti engum að segja frá brotum mannsins og svo að henni þyrfti ekki að líða illa.
Maðurinn var dæmdur til að greiða yngri stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur og eldri stúlkunni 500 þúsund krónur. Hann var einnig dæmdur til að greiða helming alls sakarkostnaðar..