Maður brenndist illa í slippnum
Maður hlaut brunasár við vinnu á vegum Vélsmiðju Orms og Víglundar nálægt höfninni í Hafnarfirði nú fyrir hádegið. Varð slysið með þeim hætti að eldur komst í gasslöngu og kviknaði í út frá því. Maðurinn var einn við störf á svæðinu og var hann fluttur á slysadeild. Lögregla rannsakar nú málið, segir á mbl.is.