Maður blóðrisa á hálsi: þrír menn réðust á hann
Mjög rólegt var að gera hjá Lögreglunni í Keflavík sl. föstudag en á laugardag var tveimur bifreiðum stolið í Keflavík og telur lögreglan að sami aðili hafi verið að verki í báðum tilvikum. Á sunnudagsmorgun kom maður á lögreglustöðina í Keflavík og var hann blóðrisa á hálsi. Maðurinn sagði að þrír bandaríkjamenn hefðu ráðist á sig á skemmtistaðnum Strikinu. Föstudagurinn 31. janúar
Tíðindalaust og mjög rólegt hjá lögreglu
Laugardagurinn 1. febrúar
Kl. 09:31 var tilkynnt um stuld bifreiðar við Þverholt í Keflavík. Bifreiðin fannst síðan eftir ábendingu á göngustíg austan við Langholt í Keflavík kl. 14:32. Nokkrar skemmdir voru á bifreiðinni.
Kl. 10:18 var tilkynnt um að fólksbifreið væri staðsett utanvegar austan við Óðinsvelli. Við athugun kom í ljós að bifreiðinni hafði verið stolið þá um nóttina frá Vatnsholti. Töluverðar skemmdir voru á bifreiðinni.
Ætla má að sami aðili hafi þarna verið að verki. Vill lögreglan ítreka benda til eigenda bifreiða að læsa bifreiðum sínum og alls ekki að skilja lykla bifreiðanna inni í þeim.
Sunnudagurinn 2. febrúar
Kl. 04:23 barst lögreglunni tilkynning um að maður hafi slegið með krepptum hnefa í gegnum rúðu í verslun í Grindavík og slasast á hendi. Í ljós kom að maðurinn hafði hlotið minniháttar áverka á hendi.
Nokkuð var um pústra, utan við og inni á dansstöðum seinnipart nætur, en ekkert alvarlegt.
kl. 06:50 Maður kom á lögreglustöðina í Keflavík blóðrisa á hálsi. Hann kvað þrjá bandaríkjamenn hafa ráðist á sig inni á Strikinu (Casino) skömmu áður. Hann kvaðst ekki þekkja menn þessa né hafa á þeim nákvæma lýsingu, en þeir hafi verið ljósir á hörund.
Kl. 22:14 var tilkynnt til lögreglunnar að brotist hafi verið inn í bifreið sem hafði verið skilin eftir við gömlu Sundhöllina við Framnesveg í Keflavík. Brotin var rúða í afturhurð og úr bifreiðinni tekin Playstation leikjatölva ásamt aukahlutum og 8 leikjum. Þá var tekin framhlið af útvarpi með geislaspilara og geisladiskataska með diskum og ferðaspilara. Lögrglan í Keflavík lýsir eftir sjónarvottum.
Mánudagurinn 3. febrúar
Nokkrir bílaeigendur voru boðaðir í skoðun með bifreiðar sínar, vegna vanrækslu á að færa þær til aðalskoðunar.
Lögreglan skorar á bifreiðaeigendur að trassa ekki að færa bifreiðar sínar til skoðunar þar sem há sekt kemur til ef lögreglan hefur afskipti af óskoðuðum bifreiðum.
Tíðindalaust og mjög rólegt hjá lögreglu
Laugardagurinn 1. febrúar
Kl. 09:31 var tilkynnt um stuld bifreiðar við Þverholt í Keflavík. Bifreiðin fannst síðan eftir ábendingu á göngustíg austan við Langholt í Keflavík kl. 14:32. Nokkrar skemmdir voru á bifreiðinni.
Kl. 10:18 var tilkynnt um að fólksbifreið væri staðsett utanvegar austan við Óðinsvelli. Við athugun kom í ljós að bifreiðinni hafði verið stolið þá um nóttina frá Vatnsholti. Töluverðar skemmdir voru á bifreiðinni.
Ætla má að sami aðili hafi þarna verið að verki. Vill lögreglan ítreka benda til eigenda bifreiða að læsa bifreiðum sínum og alls ekki að skilja lykla bifreiðanna inni í þeim.
Sunnudagurinn 2. febrúar
Kl. 04:23 barst lögreglunni tilkynning um að maður hafi slegið með krepptum hnefa í gegnum rúðu í verslun í Grindavík og slasast á hendi. Í ljós kom að maðurinn hafði hlotið minniháttar áverka á hendi.
Nokkuð var um pústra, utan við og inni á dansstöðum seinnipart nætur, en ekkert alvarlegt.
kl. 06:50 Maður kom á lögreglustöðina í Keflavík blóðrisa á hálsi. Hann kvað þrjá bandaríkjamenn hafa ráðist á sig inni á Strikinu (Casino) skömmu áður. Hann kvaðst ekki þekkja menn þessa né hafa á þeim nákvæma lýsingu, en þeir hafi verið ljósir á hörund.
Kl. 22:14 var tilkynnt til lögreglunnar að brotist hafi verið inn í bifreið sem hafði verið skilin eftir við gömlu Sundhöllina við Framnesveg í Keflavík. Brotin var rúða í afturhurð og úr bifreiðinni tekin Playstation leikjatölva ásamt aukahlutum og 8 leikjum. Þá var tekin framhlið af útvarpi með geislaspilara og geisladiskataska með diskum og ferðaspilara. Lögrglan í Keflavík lýsir eftir sjónarvottum.
Mánudagurinn 3. febrúar
Nokkrir bílaeigendur voru boðaðir í skoðun með bifreiðar sínar, vegna vanrækslu á að færa þær til aðalskoðunar.
Lögreglan skorar á bifreiðaeigendur að trassa ekki að færa bifreiðar sínar til skoðunar þar sem há sekt kemur til ef lögreglan hefur afskipti af óskoðuðum bifreiðum.