Maður á gjörgæslu eftir bílbruna
Maður brenndist alvarlega þegar það kviknaði í bíl hans skammt frá Svartsengi í morgun. Það voru starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi sem komu að manninum en bíllinn var þá alelda. Starfsmennirnir sýndu mikið snarræði með því að aka með hinn slasaða til móts við sjúkrabifreiðina.
Maðurinn var fluttur á Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut og liggur hann nú á gjörgæslu. Að sögn læknis er líðan hans eftir atvikum en mun hann vera töluvert brenndur á bæði höndum og andliti. Bíllinn er gjörónýtur en ekki er vitað hvernig kviknaði í bílnum.
Maðurinn var fluttur á Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut og liggur hann nú á gjörgæslu. Að sögn læknis er líðan hans eftir atvikum en mun hann vera töluvert brenndur á bæði höndum og andliti. Bíllinn er gjörónýtur en ekki er vitað hvernig kviknaði í bílnum.