Má þetta?
Eitt helsta einkenni skóla á framhaldsstigi er gríðarlegur fjöldi af bílum og skortur á bílastæðum. Í dag eru flest bílastæðin við Keili á Ásbrú þétt skipuð.
Fólk tekur einnig upp á því að leggja á ótrúlegustu stöðum eins og þessi bílstjóri sem lagði bílnum sínum við brunahana við Grænásbraut um kl. 09 í morgun. Þegar bílnum var lagt við brunahanann var nægt pláss bæði framan og aftan við bílinn. Hann stóð þarna ennþá kl. 11.
Að sjálfsögðu er stranglega bannað að leggja bílum við brunahana en sekt fyrir slíkt er á annan tug þúsunda króna.