Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Má gefa eftir kröfu á Reykjaneshöfn upp á þrjá milljarða króna
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 22. apríl 2022 kl. 10:06

Má gefa eftir kröfu á Reykjaneshöfn upp á þrjá milljarða króna

Innviðaráðuneytið hefur veitt Reykjanesbæ heimild til að gefa eftir kröfu á Reykjaneshöfn upp á þrjá milljarða og 73 milljónum króna betur.

Reykjaneshöfn hefur á undanförnum árum gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu með endurfjármögnun og sölu eigna. Eftir standi krafa bæjarsjóðs á höfnina sem komið hafi til vegna uppbyggingar við Helguvíkurhöfn. Hafi forsenda þeirra framkvæmda verið sú að búið var að gera samninga bæði um kísilver og álver og á þeim grunni að höfnin væri í samkeppnisrekstri. Ljóst sé nú að ekki fáist tekjur vegna þessara samninga í framtíðarrekstur hafnarinnar og því muni hún ekki hafa bolmagn til að greiða umrædda skuld sína við bæjarsjóð Reykjanesbæjar, segir í erindi Reykjanesbæjar til innviðaráðuneytisins. Eftirgjöf kröfunnar muni styrkja rekstrarhæfi og eiginfjárstöðu hafnarinnar og auka líkur á sjálfbærum rekstri hennar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Innviðaráðuneytið tók málið til skoðunar og er það mat ráðuneytisins að skuldirnar, sem um ræðirm teljist vera vegna óreglulegrar skuldasöfnunar og veitir því Reykjanesbæ heimild til að gefa eftir kröfuna á höfnina upp á 3.073 m.kr.