Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Má bjóða þér að leigja ónotaða heilsugæslustöð í Sandgerði?
Föstudagur 12. nóvember 2010 kl. 00:31

Má bjóða þér að leigja ónotaða heilsugæslustöð í Sandgerði?

Má bjóða þér að taka á leigu húsnæði sem er innréttað sem heilsugæslustöð? Nú er tækifærið því Sandgerðisbær hefur ákveðið að auglýsa til leigu laust verslunar- og þjónusturými á annarri hæð Vörðunnar við Miðnestorg sem áður var hugsað sem rými fyrir væntanlega heilsugæslu.


Það kostaði bæjarsjóð Sandgerðisbæjar um tuttugu milljónir króna að innrétta heilsugæslustöðina á sínum tíma en rétt áður en heimilislæknarnir áttu að flytja inn afþakkaði heilbrigðisráðuneytið húsnæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Nú stendur þetta glæsilega innréttaða rými laust og bíður þess að þar verði sett upp þjónusta við íbúa Sandgerðis. Hvað passar svo inn í sérútbúna heilsugæslustöð? Áhugasamir geta sent fyrirspurn til Sandgerðisbæjar.


VFmynd/elg – Húsakynni heilsugæslunnar eru björt og rúmgóð. Þar hófst hins vegar aldrei starfsemi eins og til stóð. Bærinn situr uppi með 20 milljóna króna kostnað.