Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýstu vanhæfi vinstri hægri
Frá fundi í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs. Mynd úr safni.
Föstudagur 22. janúar 2016 kl. 10:02

Lýstu vanhæfi vinstri hægri

Bæjarfulltrúar í Garði lýstu sig vænhæfa í tveimur málum sem tekin voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs.

Í öðru málinu lýsti Jónína Holm, bæjarfulltrúi minnihlutans, sig vanhæfa í máli sem snýr að erindi Umboðsmanns Alþingis um Gerðaskóla. Jónína er starfsmaður skólans. Málið varðar ráðningu í stöðu innan Gerðaskóla en málið er í vinnslu hjá bæjarstjóra og niðurstaða er ekki komin fram í málinu. Bæjarráð afgreiddi málið á dögunum og var sú afgreiðsla samþykkt með 6 atkvæðum í bæjarstjórn en Jónína Holm lýsti yfir vanhæfi og tók hvorki þátt í afgreiðslu né umræðu um málið.

Í hinu málinu lýsti Gísli Heiðarsson, bæjarfulltrúi meirihlutans, vanhæfi í afgreiðslu á umsókn um lóð undir hótel á Garðskaga. Gísli er einn af eigendum GSE ehf sem sótt hefur um lóð undir hótelbyggingu á svæði á Garðskaga sem nýlega var deiliskipulagt undir hótel- og ferðaþjónustu. Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar Garðs var samþykkt af bæjarstjórn með 6 atkvæðum en Gísli lýsti yfir vanhæfi og og tók hvorki þátt í umræðu né afgreiðslu málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024