Lýst yfir vonbrigðum með samgönguáætlun
- framvæmdum við Suðurstrandarveg lýkur ekki fyrr en eftir 15 ár, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda um annað -
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga lýsa yfir vonbrigðum með tillögu um fjármagn til uppbyggingar Suðurstrandavegar í 12 ára samgönguáætlun sem samönguráðherra kynnti nýverið. Samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdum við Suðurstrandaveg ljúki fyrr en árunum 2015 – 2018.
Fyrirheit stjórnvalda svikin
SSS og SASS hafa sent frá sér ályktun þessa efnis og er þar minnt á fyrirheit um lagningu Suðurstrandavegar sem gefin voru í tengslum við kjördæmabreytinguna árið 1999. Í þeim fyrirheitum stjórnvalda hafi komið fram að fjárframlög til Suðurstrandavegar myndu ekki hafa áhrif á fjárveitingar til annarra samgönguframkvæmda í hinu nýja kjördæmi. Framkvæmdin var talin eðlilegur þáttur í að gera kjördæmið að einni landfræðilegri heild, segir í ályktuninni.
Í ályktuninni segir að ef samgönguáætlunin gangi eftir sé ljóst að framkvæmdir við Suðurstrandaveginn muni taka um 15 ár áður en hægt er að taka hann í notkun.
Átelja verður meðferð opinberra fjármuna
„Jafnframt er ljóst að að þeir kaflar hins nýja vegar sem smám saman munu verða tilbúnir munu hafa afar takmarkað notkunargildi fyrr en vegarlagningunni er að fullu lokið. Af þessu má ljóst vera að óeðlilega langur tími líður þar til að það fjármagn sem lagt verður í veginn fer að skila þeim samfélagslega arði sem því er ætlað og verður að átelja slíka meðferð opinberra fjármuna,“ segir ennfremur í ályktun SSS og SASS.
Framvæmdum verði hraðað
Ýmis aðilar hafa lengi bent á mikilvægi Suðurstrandavegar, sem talinn er hafa mikla þýðingu í atvinnulegu tilllti, einkum fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveg. Í ályktun SSS og SASS er tekið undir þetta og jafnframt bent á það öryggi sem lagning hans hefur í för með sér. Reykjanesskaginn og þ.m.t. höfuðborgarsvæðið sé eldvirkt svæði og því mikilvægt að það sé ekki háð einni eða fáum samgönguleiðum.
„Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum leggja því þunga áherslu á að lagningu Suðurstrandarvegar verði hraðað og henni lokið á næstu 4 árum án þess að það hafi áhrif á aðrar samgönguframkvæmdir í kjördæminu,“ segir í ályktuninni.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga lýsa yfir vonbrigðum með tillögu um fjármagn til uppbyggingar Suðurstrandavegar í 12 ára samgönguáætlun sem samönguráðherra kynnti nýverið. Samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdum við Suðurstrandaveg ljúki fyrr en árunum 2015 – 2018.
Fyrirheit stjórnvalda svikin
SSS og SASS hafa sent frá sér ályktun þessa efnis og er þar minnt á fyrirheit um lagningu Suðurstrandavegar sem gefin voru í tengslum við kjördæmabreytinguna árið 1999. Í þeim fyrirheitum stjórnvalda hafi komið fram að fjárframlög til Suðurstrandavegar myndu ekki hafa áhrif á fjárveitingar til annarra samgönguframkvæmda í hinu nýja kjördæmi. Framkvæmdin var talin eðlilegur þáttur í að gera kjördæmið að einni landfræðilegri heild, segir í ályktuninni.
Í ályktuninni segir að ef samgönguáætlunin gangi eftir sé ljóst að framkvæmdir við Suðurstrandaveginn muni taka um 15 ár áður en hægt er að taka hann í notkun.
Átelja verður meðferð opinberra fjármuna
„Jafnframt er ljóst að að þeir kaflar hins nýja vegar sem smám saman munu verða tilbúnir munu hafa afar takmarkað notkunargildi fyrr en vegarlagningunni er að fullu lokið. Af þessu má ljóst vera að óeðlilega langur tími líður þar til að það fjármagn sem lagt verður í veginn fer að skila þeim samfélagslega arði sem því er ætlað og verður að átelja slíka meðferð opinberra fjármuna,“ segir ennfremur í ályktun SSS og SASS.
Framvæmdum verði hraðað
Ýmis aðilar hafa lengi bent á mikilvægi Suðurstrandavegar, sem talinn er hafa mikla þýðingu í atvinnulegu tilllti, einkum fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveg. Í ályktun SSS og SASS er tekið undir þetta og jafnframt bent á það öryggi sem lagning hans hefur í för með sér. Reykjanesskaginn og þ.m.t. höfuðborgarsvæðið sé eldvirkt svæði og því mikilvægt að það sé ekki háð einni eða fáum samgönguleiðum.
„Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum leggja því þunga áherslu á að lagningu Suðurstrandarvegar verði hraðað og henni lokið á næstu 4 árum án þess að það hafi áhrif á aðrar samgönguframkvæmdir í kjördæminu,“ segir í ályktuninni.