Lýst er eftir vitnum
Tilkynnt var til lögreglu að ekið hafi verið utan í kyrrstæða og mannlausa bifreið á Hjallavegi í Njarðvík. Tjónvaldur hafði ekið á brott. Atvikið mun hafa átt sér stað á milli klukkan 20:00 á mánudaginn til klukkan 10:00 á þriðjudaginn. Ekki er vitað hver var að verki. Ef einhver var vitni að atvikinu er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.
Þá var árekstur við Sunnubraut í Keflavík. Ökumenn voru aðstoðaðir við útfyllingu á tjónaformi. Önnur bifreiðin hafði runnið mannlaus á kyrrstæða bifreið.
Höfð voru afskipti af ungum ökumanni en hann framvísaði plastbrúsa sem talið var innihalda landa.
Lögreglan hafði afskipti af ökumanni bifreiðar þar sem ljósabúnaður var í slæmu ástandi.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Reykjanesbrautinni á 132 km hraða og hinn á Grindavíkurvegi á 116 km.
VF-mynd úr safni.