Lýst eftir vitnum
Ekið var utan í bláa Volkswagen Golf bifreið fyrir utan útibú SpKef í Njarðvík í gær.Gerandi hvarf af vettvangi án þess að gera viðvart og er hér með lýst eftir vitnum að atvikinu. Einnig er biðlað til samvisku geranda, enda liggur ekkert fjárhagslegt tap við í þessu tilfelli þar sem tryggingar greiða væntanlega viðgerð.
Upplýsingar berist í síma 868 7712 eða á skrifstofu Víkurfrétta.








