Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýst eftir vitnum
Sunnudagur 12. mars 2006 kl. 23:55

Lýst eftir vitnum

Rétt eftir klukkan níu í morgun var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík að fólksbifreið hafi verið ekið á umferðarmerki við hraðahindrun skammt vestan við Heiðarbrún í Reykjanesbæ. Ökumaðurinn hafði yfirgefið bifreiðina á staðnum og var horfin er lögreglumenn komu á vettvang. Bifreiðin var flutt burtu með kranabifreið. 

Um hádegið var tilkynnt að ekið hafi verið utan í bifreið, þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus utan við Holtaskóla. Vinstri afturhurð var dælduð. 

Ef lesendur hafa orðið vitni af þessum atburðum eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024