Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýst eftir vitnum
Laugardagur 26. nóvember 2005 kl. 12:18

Lýst eftir vitnum

Um klukkan 08:00 í morgun ók bifreið útaf á Reykjanesbraut skammt austan við gatnamót Vogavegar.

Ökumaður í bifreið á leið til Reykjavíkur hugðist aka fram úr annarri bifreið og þegar bifreiðarnar voru samsíða kom ljóslítil bifreið úr gagnstæðri átt. Sá er ók fram úr mátti því aka út í vegaröxlina vinstra megin til að forðast árekstur við ljóslitlu bifreiðina. Við það hafnaði bifreið hans utan vegar og var ökumaðurinn fluttur á HSS til aðhlynningar þar sem hann kenndi sér eymsla í baki.

Ökumaðurinn sem ók á ljóslitlu bifreiðinni er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna í Keflavík sem og þau vitni eru kunna að vera að óhappinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024