Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýst eftir vitni að árekstri á bílastæði við Hafnargötu
Miðvikudagur 15. apríl 2009 kl. 09:15

Lýst eftir vitni að árekstri á bílastæði við Hafnargötu

Þann 7. apríl sl. á milli klukkan 10:00 og 17:45 var ekið á bifreiðina RB-336, sem er Toyota Avensis Station ljósgrá, þar sem henni var lagt í bifreiðastæði á milli húsa númer 53 og 55 við Hafnargötu í Keflavík og ók tjónvaldur af vettvangi.
Vitni var að óhappinu og skildi það eftir miða á framrúðu bifreiðarinnar sem ekið var á. Vitni þetta sem og aðrir sem hugsanlega hafa orðið vitni að atvikinu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024