Lýsir þungum áhyggjum vegna heilsugæslu á Suðurnesjum
Bæjarráð Sandgerðis krefst þess að heilbrigðisyfirvöld tryggi örugga starfsemi heilsugæslu á svæðinu. Á fundi bæjarráðs var tekin fyrir úttekt Landlæknisembættisins á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í apríl – maí 2017 sem fjallaði um mat á gæðum og öryggi þjónustu.
„Í skýrslunni kemur fram að öryggi íbúa á Suðurnesjum sé husanlega ógnað og
lagalegri skyldu yfirvalda ekki sinnt. Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna upplýsinga sem fram koma í skýrslu Landlæknisembættisins um stöðu heilsugæslu á Suðurnesjum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sandgerðisbæjar.