Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsir ánægju sinni með lista sjálfstæðismanna
Frá prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ á dögunum.
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 11:37

Lýsir ánægju sinni með lista sjálfstæðismanna

Stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar í Reykjanesbæ hefur sent frá sér ályktun vegna framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ályktunin hljómar svona:

„Stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar lýsir ánægju sinni með lista sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ. Þar er hlutur kvenna á listanum jafnaður þannig að í átta efstu sætunum eru fjórar öflugar og vel hæfar konur. Það er okkar trú og vissa að þessir einstaklingar eigi eftir að vinna vel á komandi kjörtímabili. Við viljum óska Magneu, Björk, Ingigerði og Unu góðs gengis ekki síður en öðrum fulltrúum og lýsum yfir eindregnum stuðningi við framboðslistann“.

Undir þetta skrifar, fyrir hönd Sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar, Þórey Fr. Guðmundsdóttir, formaður.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024