Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsir ánægju með þingsályktunartillögur um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ
Þriðjudagur 10. október 2023 kl. 07:28

Lýsir ánægju með þingsályktunartillögur um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir og lýsir ánægju með þingsályktunartillögur þingmanna um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ sem lagðar hafa verið fram á yfirstandandi þingi. Afgreiðsla bæjarráðs er að bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

Tillaga til þingsályktunar um heilsugæslusel í Suðurnesjabæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flutningsmenn eru Jóhann Friðrik Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ingibjörg Isaksen og Þórarinn Ingi Pétursson.

„Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við að opna heilsugæslusel í Suðurnesjabæ í takt við stefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 2020–2023. Fjárframlög til stofnunarinnar taki mið af því verkefni svo að þjónustan geti hafist sem fyrst.“

Tillaga til þingsályktunar um heilsugæslu í Suðurnesjabæ.

Flutningsmenn eru Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Óli Björn Kárason, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

„Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að láta Sjúkratryggingar Íslands skoða kosti þess að bjóða út rekstur heilsugæslu í Suðurnesjabæ, með samstarfi við einkaaðila eða Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Jafnframt ályktar Alþingi að fela heilbrigðisráðherra að kanna samþættingu þjónustu sérfræðilækna og annarra sérgreina í öllum byggðarkjörnum á Suðurnesjum.“