Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsing í anda Vegagerðarinnar
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 17:09

Lýsing í anda Vegagerðarinnar

Hagkaup á Fitjum hefur síðustu daga boðið upp á ljósaskilti sem er í anda Vegagerðarinnar, þ.e. að hafa ekki kveikt á öllum. Vegagerðin slekkur á öðrum hvorum staur við Reykjanesbrautina en Hagkaup ákveðið frekar að slökkva á þriðja hverjum staf í auglýsingaskiltinu á verslunarmiðstöðinni á Fitjum. Þar logar nú HAKA í stað HAGKAUP.

Með þessu sparar Hagkaup örugglega miklar fjárhæðir, en Vegagerðin ætlar að spara 10 milljónir með því að slökkva ljósin við Reykjanesbrautina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024