Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsing í anda Vegagerðarinnar
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 17:09

Lýsing í anda Vegagerðarinnar

Hagkaup á Fitjum hefur síðustu daga boðið upp á ljósaskilti sem er í anda Vegagerðarinnar, þ.e. að hafa ekki kveikt á öllum. Vegagerðin slekkur á öðrum hvorum staur við Reykjanesbrautina en Hagkaup ákveðið frekar að slökkva á þriðja hverjum staf í auglýsingaskiltinu á verslunarmiðstöðinni á Fitjum. Þar logar nú HAKA í stað HAGKAUP.

Með þessu sparar Hagkaup örugglega miklar fjárhæðir, en Vegagerðin ætlar að spara 10 milljónir með því að slökkva ljósin við Reykjanesbrautina.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25